Semi-freddo
- Fyrir 12 manns -
1 vanillustöng
55 g sykur
4 stór egg, aðskiljið rauðurnar frá hvítunni
500 ml rjómi
salt
Fjarlægið fræin úr vanillustönginni með því að skera hana langsum og skrapa fræin í
burtu úr hvorum helmingi. Þeytið saman vanillufræin, sykurinn og eggjarauðurnar í stórri
skál. Þeytið rjómann rækilega í annari skál (passið að ofþeyta hann ekki). Stífþeytið síðan
eggjahvíturnar með ögn af salti í þriðju skálinni þar til þær standa eftir í toppnum. Bætið
nú rjómanum og eggjahvítunum saman við eggjarauðublönduna. Blandið þessu varlega
saman. Hellið blöndunni strax ofan í mót. Setjið plastfilmu yfir mótið og frystið þangað
til bera á eftirréttinn fram.
- uppskrift frá Dagnýju
0 Comments:
Post a Comment
<< Home