Pitsubotn
1 bolli hveiti
½ bolli súrmjólk (eða ab-mjólk)
1 msk olía
1 tsk lyftiduft
¼ tsk salt
Setjið allt hráefnið saman í skál, hrærið og hnoðið svo.
Fletjið út á plötu og setjið annað hvort hefðbundið pitsaálegg ofan á eða svona eins og ég
gerði. Ef þið viljið gera svoleiðis þá bara saxið þið ca eitt búnt af basiliku, blandið saman
við extra virgin ólívuolíu og smyrjið á botninn. Svo skerið þið nokkra tómata og eina
ferska mozzarellakúlu niður í sneiðar og skellið ofan á og stráið svo smá sjávarsalti yfir.
Sett í 200°C heitan ofn og látið vera í honum þar til osturinn er bráðnaður.
- uppskrift frá Dagnýju
0 Comments:
Post a Comment
<< Home