Súkkulaðikakan góða
4 egg
2 dl sykur
Þeytt saman uns ljóst er orðið
200 g suðusúkkulaði
200 g smjör
Brætt saman á mjög vægum hita. Má alls ekki brenna. Ég setti sko vatn í pott og sauð
það og bræddi þetta svo saman yfir gufunni. Tekur smá tíma en kemur í veg fyrir
bruna.
Súkkulaðinu og smjörinu er svo bætt í eggin og sykurinn ásamt...
2 dl hveiti
Þetta er svo bakað í ca 50 - 60 mín við 150°C
Krem
75 g smjör
150 g suðusúkkulaði
1 msk sýróp
Allt brætt saman og svo borið á kökuna.
- uppskrift frá Björk
0 Comments:
Post a Comment
<< Home