Uppskriftasíða

Wednesday, July 27, 2005

Arabískar kjötbollur (úr smiðju Nönnu; Gestgjafinn)

600 g nautahakk
1 stór laukur
2 hvítlauksgeirar
1 tsk myntulauf (þurrkuð)
1 tsk oregano
1 tsk kummin
½ tsk kanill
nýmalaður pipar
salt
4 msk sesamfræ, eða eftir þörfum
2 dl brauðmylsna, eða eftir þörfum

Laukur og hvítlaukur saxaður smátt og blandað saman við hakkið, ásamt kryddjurtum og kryddi. Sesamfræjum og brauðmylsnu blandað saman við. Litlar bollur mótaðar og steiktar á pönnu.

Gott að bera fram með kryddjurta-límónuídýfu:

1 dós sýrður rjómi
½ knippi cilantro (kóreanderlauf)
2-4 msk söxuð steinselja
1 vorlaukur (saxaður smátt)
rifinn börkur af 1 límóna
pipar og salt

Öllu hrært saman ; skreytt með nokkrum ræmum af rifnum lómónuberki. Geymt í kæli

0 Comments:

Post a Comment

<< Home