Uppskriftasíða

Friday, December 30, 2005

Litla syndin ljúfa

140g smjör og meira til að smyrja formin
140g 70% súkkulaði
2 egg
3 eggjarauður
140g flórsykur
60g hveiti

Hitið ofninn í 220°C (ekki nota blástur). Smyrjið 6 lítil souffléform eða bolla vel með smjöri (mikið smjör ef það á að hvolfa kökunni heilli). Setjið smjör og súkkulaði í pott og bræðið við vægan hita. Takið af hitanum um leið og smjörið er bráðið og hrærið þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Þeytið egg og eggjarauður í skál og setjið svo flórsykurinn út í og þeytið vel. Hellið súkkulaðiblöndunni saman við og þeytið á meðan og hrærið að lokum hveitinu saman við. Skiptið deiginu jafnt í formin og gætið þess að fylla þau ekki alveg. Setjið formin á plötu eða í ofnskúffu og bakið kökurnar í 11-12 mínútur. Takið þær út og látið kólna í u.þ.b. 3 mínútur. Rennið hnífsblaði í kringum kökurnar til að losa betur um þær og hvolfið þeim á diska. Það er flott að sigta smá flórsykur yfir kökuna og bera fram með ávöxtum, ís og jafnvel e-m sósum, berjasósur eru góðar svo og vanillusósa!

Ef deigið er tekið beint úr kæli og sett í formin eru 14 mínútur hæfilegur bökunartími og ef deigið hefur verið kælt í formunum má bæta við 1-2 mínútum í vibót. Hef oft gert deigið daginn áður og það er í góðu lagi!

Ég geri alltaf prufuköku í nýjum ofni svo kakan verði akkúrat, betra að hafa hana fljótandi en þurra!
Eins er rosa gott að bæta við smá appelsínudropum eða líkjör í deigið til að fá annað bragð, bara smakka til að finna hvað hæfir :o)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home