Sörur
BOTN:
200 gr fínt malaðar möndlur, best að taka möndluflögur og mala þær (ég krem þær bara í morteli)
3 ¼ dl flórsykur sigtaður
3 eggjahvítur
Eggjahvíturnar stífþeyttar. Möndlunum blandað saman við flórsykur og því svo blandað saman varlega við þeyttar eggjahvíturnar. Deigið sett með teskeið á bökunarpappír og bakað við 180°c þangað til þær eru tilbúnar, u.þ.b. 10 mínútur.
ATH. Fylgjast vel með kökum í ofninum.
SMJÖRKREM:
¾ dl sykur
¾ dl vatn
3 eggjarauður
150 gr smjör, búið að standa
1 matsk kakó
1 tsk kaffiduft, (kremja þangað til það er orðið að púðri)
Vatn og sykur soðið saman í sýróp, tekur ca. 8-10 mín. Sýrópið þarf að vera farið að þykkna, passa að þetta sé ekki vatn með sykri lengur. Þeyta eggjarauður þangað til þær eru kremgular og þykkar. Hellið þá sýrópinu í mjórri bunu út í og þeytið á meðan. Látið kólna. Mjúku smjörinu bætt út í og þeytt á meðan. Kakó og kaffidufti bætt út í. Þá er kremið tilbúið. Kremið þarf að kólna mjög vel. Set það í ísskápinn í sólarhring eða frystinn þegar ég nenni ekki að bíða. (ég geri alltaf tvöfalda uppskrift af kreminu á móti einni af botnunum)
Þykku lagi af kremi smurt á botninn (slétta hliðin) á kökunum og kremhliðinni síðan dýft í bráðið súkkulaði. Ég smyr suðusúkkulaði á kökurnar og bræði það í örbylgjunni svo það sé ekki of heitt. Sumir nota líka völsuhjúpsúkkulaði en finnst hitt betra!
ATH. Það er ekki hægt að stytta sér leið. Það þarf að gera þetta allt til að kökurnar séu góðar. Þetta er mjög seinlegt og fólk þarf að hafa góðan tíma.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home