Uppskriftasíða

Saturday, April 15, 2006

Kryddaðar grísalundir með sætum kartöflum - réttur ættaður frá Perú

(handa fjórum)

800gr grísalundir

Marinering:
1-3 chilipiprar eftir smekk
½ rauð paprika
6-10 hvítlauksrif
1 ½ tsk cummin
2 dl appelsínusafi

Kjarnhreinsið chilipiparinn og paprikuna og skerið í bita. Látið í
matarvinnsluvél ásamt hvítlauknum og hakkið fínt. Látið appelsínusafann
saman við og cumminkryddið. Hellið yfir svínalundirnar og látið standa í
24 tíma.

2-4 sætar kartöflur, eftir stærð
góð matarolía
salt og pipar úr kvörn

Flysjið og skerið kartöflurnar í sneiðar. Steikið þær upp úr góðri matarolíu
á viðloðunarfrírri pönnu. Raðið þeim í eldfast form og saltið og piprið
Takið lundirnar úr marineringarleginum og brúnið vel á viðloðunarfrírri
pönnu. Skerið þær í sneiðar langsum skáhallt og raðið þeim ofan á
kartöflurnar

4 vorlaukar
½ rauð paprika
2 msk sesamfræ
2 dl kjötsoð
maizenmjöl til þykkingar

Hellið marineringarleginum yfir pönnuna og síðan kjötsoðinu. Látið sjóða
vel saman í nokkrar mínútur. Þykkið með maizenmjölinu og hrærið út í
örlitlu af vatni. Hellið sósunni yfir grísalundirnar. Bakið í ovni við 180
gráður í u.þ.b 20-30 mín.
Ristið sesamfræin á þurri pönnu og skerið vorlaukinn fint og paprikuna.
Stráið því yfir réttinn þegar um það bil 5 mínútur eru eftir af tímanum í
ofninum.

Gerði þennann rétt í gær og hann var svo góður að ég bara varð að deila honum með ykkur :) Endilega prófið

0 Comments:

Post a Comment

<< Home