Uppskriftasíða

Monday, August 18, 2008

Bláberjasulta

Fór í berjamó í gær og gerði þessa ljómangi góðu bláberjasultu í gærkvöldi....hún var c.a. svona:

750 g bláber
2,5 dl vatn
250 ml agave sýróp
15 g blár sultuhleypir
5 næstum tómar krukkur úr ísskápnum

Henda rest úr krukkum, þvo þær og láta liggja smá stund í sjóðandi vatni til þar til miðinn dettur af. Þurrka og setja krukkur+lok í ofn á 150°C í 20 mín til að sótthreinsa þær.

Setja bláber, vatn og agave sýróp í pott og láta sjóða í 6 mín. Hræra í á meðan. Taka pott af hellu. Strá sultuhleypi smátt og smátt í pottinn og hræra stöðugt í á meðan. Setja pott aftur á hellu, láta suðu koma upp og sjóða í 1 mín. Taka pott af hellu og hella sultu í sótthreinsar krukkur og setja lok strax á.

Gott að eiga ís í frystinum til að smakka heita sultuna með ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home