Uppskriftasíða

Friday, November 04, 2005

Portóbelló-sveppir bakaðir með hvítlauk, basilíku og balsamíkó

4 stórir eða 8 minni portóbelló sveppir
3-5 hvítlauksgeirar
1 búnt basilíka
2 msk balsamíkó-edik
1 dl jómfrúarólífuolía
Salt og pipar úr kvörn
2 msk brauðrasp
2 msk nýrifinn parmesan ostur
rúkóla salat
ítalskt brauð
jómfrúarolífuolía
Hreinsið sveppina vel með bursta eða rökum eldhúspappír. Athugið að það er ekki
gott að hreinsa sveppi í vatni því að þeir drekka svo mikla vætu í sig og verða brúnir,
blautir, ljótir og leiðinlegir.
Snúið sveppunum “á haus” og brúnið þá þannig á pönnu, gjarnan rifflaðri grillpönnu.
Látið þá síðan í eldfast fat, áfram “á haus”.
Takið hvítlaukinn og basilíkuna og setjið í litlu matarvinnsluvélina ásamt
jómfrúarolíunni og balsamíkó-edikinu og hakkið allt mjög vel saman.
Saltið og piprið ofan í sveppahattana og rjóðið vel yfir með kryddolíunni. Stráið raspi
og parmesan-osti yfir. Bakið við 200 gráðu hita í u.þ.b. 12-15 mínútur.
Takið ítalskt brauð og skerið í sneiðar og ristið á pönnu upp úr jómfrúarólífuolíu þar
til þær eru stökkar.
Skerið sveppina í sneiðar og látið rúkóla-salat á hverja ristaða brauðsneið og
sveppasneiðarnar þar ofan á. Takið smávegis af kryddjurtasafanum sem verður til
þegar sveppirnir bakast og látið hann jafnt yfir sveppasneiðarnar og salatið á hverja
brauðsneið.

Rosalega fínn forréttur :)