Uppskriftasíða

Wednesday, July 27, 2005

Oreo ostakaka

1.skál
1 bolli flórsykur
200 g rjómaostur
Hrært saman

2.skál
1 bolli nýmjólk
1 pakki royal vanillubúðingur
1 tsk vanilludropar
Hrært saman

3.skál
1 peli þeyttur rjómi

Skálum 1, 2 og 3 blandað saman (ljóst mauk). 24 oreokökur muldar í mixara og settar í mót, u.þ.b. 1/3 af ljósa maukinu, 1/3 af kökumylsnunni o.s.frv - endar á kökumylsnunni.

Arabískar kjötbollur (úr smiðju Nönnu; Gestgjafinn)

600 g nautahakk
1 stór laukur
2 hvítlauksgeirar
1 tsk myntulauf (þurrkuð)
1 tsk oregano
1 tsk kummin
½ tsk kanill
nýmalaður pipar
salt
4 msk sesamfræ, eða eftir þörfum
2 dl brauðmylsna, eða eftir þörfum

Laukur og hvítlaukur saxaður smátt og blandað saman við hakkið, ásamt kryddjurtum og kryddi. Sesamfræjum og brauðmylsnu blandað saman við. Litlar bollur mótaðar og steiktar á pönnu.

Gott að bera fram með kryddjurta-límónuídýfu:

1 dós sýrður rjómi
½ knippi cilantro (kóreanderlauf)
2-4 msk söxuð steinselja
1 vorlaukur (saxaður smátt)
rifinn börkur af 1 límóna
pipar og salt

Öllu hrært saman ; skreytt með nokkrum ræmum af rifnum lómónuberki. Geymt í kæli

Skyr kaka

Botn:
5 hafrakexkökur
1/2+ bolli Special K (eða meira hafrakex)
2 msk brætt smjör
2 msk púðursykur

Hafrakexið og Special K mulið saman (t.d. í matvinnsluvél eða með því að setja það í plastpoka og rúlla með kökukefli). Púðursykrinum blandað vandlega saman við og síðan smjörinu. Sett í meðalstórt smelluform og þjappað með skeið.

Fylling:
1 stór dós vanilluskyr
2,5 dl rjómi
2 límónur (lime)
1-2 msk sykur eftir smekk
1-2 msk sjóðandi vatn
1 tsk vanillusykur
5 matarlímsblöð

Matarlímið lagt í bleyti í köldu vatni. Börkurinn rifinn af annarri límónunni, settur í skál og sjóðandi vatni hellt yfir. Safinn kreistur úr báðum límónunum, settur í skálina með berkinum, ásamt með sykrinum. Hitað í ca 30 sek í örbylgjunni. Mesta vatnið kreist úr matarlíminu og það síðan leyst upp í límónusafanum/vatninu. Blandan kæld aðeins. Rjóminn þeyttur og skyrinu hrært út í, síðan er límónu-matarlímsblandan hrærð út í. Hellt yfir botninn.

Kælt í nokkra tíma. Losað úr forminu og sett á kökudisk. Ferskum eða frosnum ávöxtum dreift yfir og í kring......

-------------------------------------
Það má eflaust leika sér talsvert með þessa uppskrift: skyrið, rjóminn og matarlímið er uppistaðan í fyllingunni en prófa má mismunandi bragðefni og einnig mismunandi skyrgerðir. Einnig má nota e-ð annað kex í botninn, t.d. maltakex eða prins póló fyrir sætari botn, eða bara e-ð morgunkorn eða jafnvel blöndu með múslí fyrir 'hollari' botn. Svo má náttúrulega sleppa botninum og búa bara til frómas eða búðing og bera t.d. fram með ávöxtum og/eða sósu...

Súkkulaðikakan góða

4 egg
2 dl sykur
Þeytt saman uns ljóst er orðið
200 g suðusúkkulaði
200 g smjör

Brætt saman á mjög vægum hita. Má alls ekki brenna. Ég setti sko vatn í pott og sauð
það og bræddi þetta svo saman yfir gufunni. Tekur smá tíma en kemur í veg fyrir
bruna.
Súkkulaðinu og smjörinu er svo bætt í eggin og sykurinn ásamt...
2 dl hveiti
Þetta er svo bakað í ca 50 - 60 mín við 150°C

Krem
75 g smjör
150 g suðusúkkulaði
1 msk sýróp
Allt brætt saman og svo borið á kökuna.

- uppskrift frá Björk

Pitsubotn

1 bolli hveiti
½ bolli súrmjólk (eða ab-mjólk)
1 msk olía
1 tsk lyftiduft
¼ tsk salt


Setjið allt hráefnið saman í skál, hrærið og hnoðið svo.
Fletjið út á plötu og setjið annað hvort hefðbundið pitsaálegg ofan á eða svona eins og ég
gerði. Ef þið viljið gera svoleiðis þá bara saxið þið ca eitt búnt af basiliku, blandið saman
við extra virgin ólívuolíu og smyrjið á botninn. Svo skerið þið nokkra tómata og eina
ferska mozzarellakúlu niður í sneiðar og skellið ofan á og stráið svo smá sjávarsalti yfir.
Sett í 200°C heitan ofn og látið vera í honum þar til osturinn er bráðnaður.

- uppskrift frá Dagnýju

Heitfeng matarsúpa

- Fyrir 6 manns -

1 laukur
2 msk olía
1 tsk basilíka
1 dós niðursoðnir tómatar (Italian style herbs)
1 l vatn
1 tsk kjötkraftur
1 tsk grænmetiskraftur
1 msk eldpiparsósa (chilisósa)
2 msk tómatsósa
100 g gulrætur
200 g blómkál eða spergilkál
½ l matreiðslurjómi
80 g spagettí eða pasta
1 dl kalt vatn
3 msk hveiti
salt
svartur pipar

Saxið laukinn og látið hann krauma í olíu.
Stráið basilíku yfir og látið krauma með.
Bætið tómötum, vatni, krafti, eldpiparsósu og tómatsósu út í og sjóðið við vægan hita í 5
mín. Gulrótum, litlum eða í sneiðum, ásamt blómkáli bætt út í og látið sjóða í u.þ.b. 7
mín. Bætið matreiðslurjóma og spagettí út í og sjóðið í 5 mín.
Hristið hveitijafning og jafnið út í súpuna.
Sjóðið í 2-3 mín. Kryddið með salti og pipar.

- uppskrift frá Dagnýju

Morgunbollur

- ca 24 stk -

5 dl mjólk
100 g smjörlíki
1 msk sykur
2 tsk salt
50 g ger
ca 700 g hveiti

Hnoðað og látið bíða í 30 mín.
Hnoðað aftur, mótað og látið bíða í u.þ.b. 20 mín.
Bakað við 225°C í 8 mín.

- uppskrift frá Dagnýju

Semi-freddo

- Fyrir 12 manns -

1 vanillustöng
55 g sykur
4 stór egg, aðskiljið rauðurnar frá hvítunni
500 ml rjómi
salt

Fjarlægið fræin úr vanillustönginni með því að skera hana langsum og skrapa fræin í
burtu úr hvorum helmingi. Þeytið saman vanillufræin, sykurinn og eggjarauðurnar í stórri
skál. Þeytið rjómann rækilega í annari skál (passið að ofþeyta hann ekki). Stífþeytið síðan
eggjahvíturnar með ögn af salti í þriðju skálinni þar til þær standa eftir í toppnum. Bætið
nú rjómanum og eggjahvítunum saman við eggjarauðublönduna. Blandið þessu varlega
saman. Hellið blöndunni strax ofan í mót. Setjið plastfilmu yfir mótið og frystið þangað
til bera á eftirréttinn fram.

- uppskrift frá Dagnýju

Eplabaka

4-5 græn epli afhýdd, skorin í bita og sett í eldfast form.
Kanelsykri stráð yfir.

50 g suðusúkkulaði
150 g sykur
150 g hveiti

-> Hnoðað saman og mulið yfir eplin og súkkulaðið

150 g smjörlíki
Salthnetum stráð yfir.
Sett í ofn og bakað í 45 mín við 180°C hita.

- uppskrift frá Dagnýju