Uppskriftasíða

Saturday, April 15, 2006

Kryddaðar grísalundir með sætum kartöflum - réttur ættaður frá Perú

(handa fjórum)

800gr grísalundir

Marinering:
1-3 chilipiprar eftir smekk
½ rauð paprika
6-10 hvítlauksrif
1 ½ tsk cummin
2 dl appelsínusafi

Kjarnhreinsið chilipiparinn og paprikuna og skerið í bita. Látið í
matarvinnsluvél ásamt hvítlauknum og hakkið fínt. Látið appelsínusafann
saman við og cumminkryddið. Hellið yfir svínalundirnar og látið standa í
24 tíma.

2-4 sætar kartöflur, eftir stærð
góð matarolía
salt og pipar úr kvörn

Flysjið og skerið kartöflurnar í sneiðar. Steikið þær upp úr góðri matarolíu
á viðloðunarfrírri pönnu. Raðið þeim í eldfast form og saltið og piprið
Takið lundirnar úr marineringarleginum og brúnið vel á viðloðunarfrírri
pönnu. Skerið þær í sneiðar langsum skáhallt og raðið þeim ofan á
kartöflurnar

4 vorlaukar
½ rauð paprika
2 msk sesamfræ
2 dl kjötsoð
maizenmjöl til þykkingar

Hellið marineringarleginum yfir pönnuna og síðan kjötsoðinu. Látið sjóða
vel saman í nokkrar mínútur. Þykkið með maizenmjölinu og hrærið út í
örlitlu af vatni. Hellið sósunni yfir grísalundirnar. Bakið í ovni við 180
gráður í u.þ.b 20-30 mín.
Ristið sesamfræin á þurri pönnu og skerið vorlaukinn fint og paprikuna.
Stráið því yfir réttinn þegar um það bil 5 mínútur eru eftir af tímanum í
ofninum.

Gerði þennann rétt í gær og hann var svo góður að ég bara varð að deila honum með ykkur :) Endilega prófið

Tuesday, April 04, 2006

Baka með sætum kartöflum :)

Botn
220g spelt eða heilhveiti
1 dl vökvi, t.d. ab - mjólk, vatn eða sojamjólk
1½ msk ólífuolía (meira eða minna eftir þörfum)
1 tsk sjávarsalt
1 tsk lyftiduft
smá krydd að eigin vali
Fylling
170 g tómatpúrré
150 g rifinn sojaostur (ég notaði bara mosarella)
1 dl kókosmjólk
30 g jurtaparmesan (ég notaði bara venjulegan parmesan)
1 tsk þurrkað basil
1 tsk þurrkað oreganó
2½ stk gulrætur, í þunnum bitum
1 stk laukur í þunnum sneiðum
1 stk sæt kartafla, í þunnum bitum
smá salt og cayennepipar
smá ferskt basil
hvítlaukur eftir smekk
smá ristaðar furuhnetur
smá ferskt kóríander
ólífuolía til að steikja upp úr
nokkrir sólþurrkaðir tómatar
Botn
1. Setjið þurrefnin í hrærivélaskál og hrærið olíunni saman við. Bætið vökvanum
varlega saman við en best er að fara varlega með vökvann, stundum er mjölið
þurrt og þá þarf meiri vökva og stundum er það rakt og þá þarf minni vökva.
2. Fletjið deigið út með kökukefli og setjið í hringlaga bökuform.
3. Forbakið botninn við 200°C í 5-7mínútur. Setjið þá fyllinguna á og bakið áfram
í um 10 mínútur.
Fylling
1. Mýkið laukinn og hvítlaukinn í ólífuolíu á pönnu í um 10 mínútur.
2. Bætið gulrótum og sætum kartöflum út í. Kryddið með þurrkuðu kryddunum,
salti og pipar.
3. Setjið þá kókosmjólkina út á og látið malla í um 10 mínútur en takið þá af
hellunni (hér á líka að setja tómat púrré).
4. Skerið sólþurrkuðu tómatana í mátulega bita og bætið út í ásamt afganginum
af fínt söxuðu fersku kryddi og osti. Setjið á forbakaða botninn.
Bakan er skreytt með fersku kryddi, sólþurrkuðum tómötum og ristuðum
furuhnetum.

Gott að bera fram með Sweet Mango Chutney og salati :)