Uppskriftasíða

Thursday, July 02, 2009

Rababararéttur

2 egg
2 1/2 dl sykur
þeytt saman

200gr rababari
allt sett saman í smurt eldfast mót

2 dl hveiti
2 dl púðursykur
60 gr smjörlíki - lint, ekki brætt
hnoðað saman og dreift yfir hitt

baka við 200°C í 35-40 mín (blástur - styttra)

Mjög gott að hafa ís með réttinum :)

Sunday, June 28, 2009

Lemon & Garlic Roast Chicken

Geggjaður kjúklingur

Mínir punktar:

2. Nnotaði sjávarsalt og aðeins meira af hvítlauk
3. Bæta líka við cumin og ég var með paprikukrydd venjulegt
4. Enga óþolinmæði hér!
7. Notaði rjómaost því ég átti ekki smjör
13. Ég setti þetta allt í pott og tók ekki úr fituna enda lítið af henni. Bætti við sýrðum rjóma, kryddi og hrærði saman í sósuna sem er ómissandi

Tuesday, March 10, 2009

Pimp my Quesadillas and salsa

Quesadillas:
Kjúklingabringur (mareneraðar í hvítlauk, fersku lime og olive olíu)
laukur
ostur
tortillas

Aðferð:
Birngurnar eru mareneraðar í c.a 2 tíma og svo eldaðar í ofni. Þegar búið er að elda þær eru þær tætar niður. Leggið tortillurnar niður og dreifið á þær fínsaxaðan lauk, tæta kjúllan og ost. Sitið svo aðra tortillu ofan á og bakið í ofni í 10 mín.

Salsa:
Salsasósu úr búð (alveg sama hvaða tegund)
laukur
koríander
lime

fínsaxið laukinn og koríanderið niður og blandið saman við salsasósuna, kreistið svo smá lime yfir.

Monday, August 18, 2008

Bláberjasulta

Fór í berjamó í gær og gerði þessa ljómangi góðu bláberjasultu í gærkvöldi....hún var c.a. svona:

750 g bláber
2,5 dl vatn
250 ml agave sýróp
15 g blár sultuhleypir
5 næstum tómar krukkur úr ísskápnum

Henda rest úr krukkum, þvo þær og láta liggja smá stund í sjóðandi vatni til þar til miðinn dettur af. Þurrka og setja krukkur+lok í ofn á 150°C í 20 mín til að sótthreinsa þær.

Setja bláber, vatn og agave sýróp í pott og láta sjóða í 6 mín. Hræra í á meðan. Taka pott af hellu. Strá sultuhleypi smátt og smátt í pottinn og hræra stöðugt í á meðan. Setja pott aftur á hellu, láta suðu koma upp og sjóða í 1 mín. Taka pott af hellu og hella sultu í sótthreinsar krukkur og setja lok strax á.

Gott að eiga ís í frystinum til að smakka heita sultuna með ;)

Thursday, August 14, 2008

Súkkulaðibomba

Brætt:
120 g suðusúkkulaði
50 g smjör
2 msk sterkt kaffi (hér er hægt að bæta við líkjör eða öðru)

Þeytt:
2,1/3 dl púðusykur
2,1/3 dl sykur
5 egg
1/4 tsk salt

Þessu blandað saman

Bætt út í:
85 g hveiti
2/3 dl kakó
2,1/3 dl gróft brytjað súkkulaði

Bakað í 30 mínútur á 180°C

Wednesday, July 12, 2006

Afrískur grænmetisréttur

2 sætar kartöflur, gróft skornar.
1 eggaldin, gróft skorið.
2 rauðlaukar, skornir í fernt.
2 rauðar paprikur, gróft skornar.
12 baby-maís.

Komið fyrir í ofnskúffu og 4
matskeiðum af ólífuolíu, salti og pipar
stráð yfir. Bakað í 30 mín við 200˚C
eða þar til grænmetið er gyllt og
meyrt.

3 msk. ólífuolía.
2 stórir laukar, fínt saxaðir.
4 hvítlauksrif, fínt söxuð.
4 cm. engifer, fínt saxaður.
3 msk. African rub frá NoMU.
1 tsk. salt.
1 dós niðursoðnir plómutómatar.
1 dós kókosmjólk.
250 ml. grænmetissoð.
Lúka af ferskum kóríander og myntu,
gróft saxað.

Hita laukinn í olíunni í 5 mínútur á stórri
pönnu. Bæta við hvítlauk og engifer og
hita í 3 mínútur til viðbótar. Bæta African
rub út í og hita í 2 mínútur.Hella tómat
og kókosmjólk út á og láta malla í 15
mínútur. Bæta grænmetinu út í og velta
því upp úr sósunni. Strá ferskum kryddjurtum
yfir og bera fram með snittubrauði,
nan-brauði, hvítlauksbrauði eða
hrísgrjónum.

Fann þessa uppskrift í einhverju blaði og er búin að gera hana nokkrum sinnum. Er alveg ofsalega góður réttur :)

Saturday, April 15, 2006

Kryddaðar grísalundir með sætum kartöflum - réttur ættaður frá Perú

(handa fjórum)

800gr grísalundir

Marinering:
1-3 chilipiprar eftir smekk
½ rauð paprika
6-10 hvítlauksrif
1 ½ tsk cummin
2 dl appelsínusafi

Kjarnhreinsið chilipiparinn og paprikuna og skerið í bita. Látið í
matarvinnsluvél ásamt hvítlauknum og hakkið fínt. Látið appelsínusafann
saman við og cumminkryddið. Hellið yfir svínalundirnar og látið standa í
24 tíma.

2-4 sætar kartöflur, eftir stærð
góð matarolía
salt og pipar úr kvörn

Flysjið og skerið kartöflurnar í sneiðar. Steikið þær upp úr góðri matarolíu
á viðloðunarfrírri pönnu. Raðið þeim í eldfast form og saltið og piprið
Takið lundirnar úr marineringarleginum og brúnið vel á viðloðunarfrírri
pönnu. Skerið þær í sneiðar langsum skáhallt og raðið þeim ofan á
kartöflurnar

4 vorlaukar
½ rauð paprika
2 msk sesamfræ
2 dl kjötsoð
maizenmjöl til þykkingar

Hellið marineringarleginum yfir pönnuna og síðan kjötsoðinu. Látið sjóða
vel saman í nokkrar mínútur. Þykkið með maizenmjölinu og hrærið út í
örlitlu af vatni. Hellið sósunni yfir grísalundirnar. Bakið í ovni við 180
gráður í u.þ.b 20-30 mín.
Ristið sesamfræin á þurri pönnu og skerið vorlaukinn fint og paprikuna.
Stráið því yfir réttinn þegar um það bil 5 mínútur eru eftir af tímanum í
ofninum.

Gerði þennann rétt í gær og hann var svo góður að ég bara varð að deila honum með ykkur :) Endilega prófið